Metþátttaka í 94. Víðavangshlaupi ÍR í gær

Metþátttaka var í Víðavangshlaupi ÍR í gær, þar sem 445 þátttakendur á öllum aldri voru skráðir til keppni. Sigurvegari hlaupsins var Károly Varga FH á tímanum 15:31 mín. Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni, en hún hljóp 5 km. á 18:05 mínútum. Þorbergur Ingi Jónsson ÍR varð annar í karlaflokki á 15:33 mín., og jafnir í þriðja sæti voru þeir Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ og Birkir Marteinsson ÍR á 16:21 mín.
Aníta Hinriksdóttir ÍR varð önnur í kvennaflokki á 18:58 mín. og Íris Anna Skúladóttir Fjölni varð þriðja á 19:05 mín.
 
Heildarúrslit eru að finna á www.hlaup.is og www.irsida.is

FRÍ Author