Metþátttaka í 14. Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum

Keppt er í öllum aldursflokkum frá 8 ára og yngri og upp í karla og kvennaflokk við frábærar aðstæður í Laugardalshöllinni.  Allt besta frjálsíþróttafólk landsins mætir til leiks ásamt börnum og unglingum allstaðar að af landinu.  Þátttakendur eru samtals 758 frá 27 félögum og samböndum sem er þátttökumet og verður þetta fjölmennasta frjálsíþróttamót sem haldið hefur veirð á einni helgi innanhúss á Íslandi.  Flestir keppendur koma frá ÍR eða 224 en FH, Breiðablik, UMSS og Selfoss mæta einnig með fjölmenn lið.  Mikið ánægjuefni er að  22 ungir Færeyinga eru meðal þátttakenda.
Í keppni 8 ára og yngri verður keppt samkvæmt nýju alþjóðlegu keppniskerfi IAAF, en það var prufukeyrt á  Silfurleikum ÍR fyrr í vetur við mikla ánægju keppenda og aðstandenda.
Keppni  stendur yfir frá 9:00-18:00 á laugardag og frá 9:00-15:00 á sunnudag.  Frjálsíþróttadeild ÍR sér um framkvæmd mótsins og verða samtals 120 dómarar og starfsmenn við störf á þremur vöktum um helgina. 
 
Gera má ráð fyrir að 2000 manns leggi leið sína í Laugardalshöllina um helgina þegar keppendur, dómarar og áhorfendur  eru taldir saman.
 
Sjá nánar á heimasíðu ÍR

FRÍ Author