Metþátttaka á HM í hálfu maraþoni

Þetta er í fyrsta sinn sem almenningshlaup er tengt heimsmeistaramóti af þessu tagi og verður að segjast að undirtektir voru miklar og komust færri að en vildu. Alls voru 127 keppendur skráðir í afrekshluta hlaupsins frá 58 á löndum, þar af sex frá Íslandi eins og fram hefur komið áður. Um 1500 sjálfboðaliðar frá 20 dönskum félögum komu að framkvæmdinni auk öryggisgæslumanna og annarra opinberra starfsmanna.
 
Næst verður HM í hálfu-maraþoni í Cardiff í Wales vorið 2016 og má búast við meiri þátttöku þar, að sögn heimamanna.
 
Almenningi gefst kostur á að skrá sig í maraþonhlaupið á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Amsterdam árið 2016. Því má búast við að þetta fyrirkomulagt verði viðhaft í framtíðinni og heimsmeistaramót í götuhlaupum verði raunverulegir stórviðburðir.

FRÍ Author