Metþátttaka á Gaflaranum

Hið árlega barna-og unglingamót FH, Gaflarinn, fór fram laugardaginn 4. nóvember sl. í Kaplakrika í Hafnarfirði. Metþátttaka var á mótinu í ár, en alls 466 keppendur tóku þátt á mótinu.

Umf. Selfoss hlaut flest verðlaun á mótinu, eða alls 31 verðlaunapeninga, FH var í öðru sæti með 25 verðlaun og Breiðablik í þriðja með 18 verðlaun en Breiðablik hlaut flest gullverðlaun á mótinu eða alls 11.

Margar persónulegar bætingar litu dagsins ljós og sett voru tvö aldursflokkamet.

Hér er upptalning á þeim aldursflokkametum sem sett voru á mótinu:

  1. Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni bætti aldursflokkametið í hástökki í flokki pilta 14 ára er hann stökk yfir 1,95 m. Fyrra metið átti Styrmir Dan Hansen Steinunnarson Fjölni en það var 1,90 m.
  2. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR bætti aldursflokkametið í 300 m hlaupi í flokki stúlkna 16-17 ára og 18-19 ára er hún hljóp á tímanum 39,38 sekúndum. Fyrra metið í flokki 16-17 ára átti Þórdís Eva Steinsdóttir FH og var það 39,66 sekúndur. Fyrra metið í flokki 18-19 ára átti Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH og var það 39,59 sekúndur.

Hér má sjá öll úrslit mótsins.

Á myndinni má sjá verðlaunahafana í hástökki pilta 14 ára þá Sindra Frey Seim Sigurðsson(t.v.), Kristján Viggó Sigfinnsson og Ólaf Magna Jónsson(t.h).