Metaregn og góð þátttaka á MÍ öldunga

Í flokki 80 ára átti Sigurður Haraldsson, Leikni, lengsta kast í kúluvarpi upp á 9,27 m, þar sem þrír keppendur köstuðu lengra en gamla metið. Agnar Steinarsson, ÍR, bætti langstökksmetið í flokki 45 ára um 1 cm er hann stökk 5,59 m og síðan féllu tvö met til viðbótar þegar Trausti Sveinbjörnsson, FH, hljóp 200 m í flokki 65 ára á 34,39 sek. og Hafsteinn Óskarsson, ÍR, hljóp 3000 m í flokki 50 ára á 9:44,65 mín.
 
Þá voru nokkrir keppenda nálægt metum í sínum flokkum. Má þar nefna Helga Hólm, í 70 ára flokki með 1,30 m í hástökki, Stefán Hallgrímsson í stangarstökki í 60 ára flokki með 3,30 m og Úlfar Snæ Arnarson í hást. með 1,65 m í 45 ára flokki. Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, og Helen Ólafsdóttir, ÍR, háðu harða keppni í 3000 m hlaupi í 40 ára flokki þar sem Fríða hafði betur á 10:30,13 mín. sem er aðeins 8 sek. frá meti hennar í flokknum. Önnur úrslit má hér á síðunni undir Mót/Mótaforrit.

FRÍ Author