Metaraegn á Jólamóti ÍR

Árangur Anítu er jafnframt aldursflokkamet í stúlknaflokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.
Kristinn Kristinsson HSK jafnaði Íslandsmetið í karlaflokki í 600m hlaupi þegar hann hljóp á 1:20,86 mín. Hann deilir nú metinu með Ólafi Konráð Albertssyni ÍR sem setti metið á sama mánaðardegi árið 2009, segir í fréttatilkynningu frá mótshaldara.
 
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR bætti aldursflokkamet Einars Daða Lárussonar ÍR í 300m hlaupi í flokki pilta 20-22 ára þegar hann hljóp á 35,16 sekúndum og var rúmlega hálfri sekúndu frá karlameti Trausta Stefánssonar FH. Í sama hlaupi bætti æfingafélagi Ívars, Gunnar Guðmundsson ÍR aldursflokkametið í 300m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta á tímanum 36,69 sek.
 
Sindri Lárusson ÍR bætti 33 ára gamalt aldursflokkamet Óskars Reykdalssonar HSK í kúluvarpi 18-19 ára pilta þegar hann varpaði karlakúlunni 16,19m en gamla metið var15,28m. Æfingafélagi Sindra, Hilmar Örn Jónsson ÍR bætti svo aldursflokkametið í flokki 16-17 ára pilta þegar hann varpaði 5kg kúlunni 16,69m og bætti sitt eigið met frá því fyrr á árinu.
 
Að lokum bætti Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir ÍFR íslandsmetið í sínum fötlunarflokki í 60m hlaupi þegar hún hljóp á 9,90 sek.
 
Samtals bættu íþróttamennirnir níu Íslands- og aldursflokkamet og jöfnuð eitt. Sannarlega fögur fyrirheit um góðan árangur á innanhússtímabili frjálsíþróttamanna sem er rétt að hefjast og nær hápunkti um miðjan febrúar,segir ennfremur í fréttatilkynningunni.
 
 

FRÍ Author