Met og bætingar á Vormóti HSK 1. mótaraðarmótinu

Guðmundur Sverrisson ÍR opnaði afrekaskrá sína utanhúss með kasti upp á 78,29 m, sem sýnir að hann er til alls líklegur í sumar. Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS sigraði í bæði100 m hlaupi á 10,99 sek (meðv. 0,1m/sek) og í 400 m á 48,82 sek. sem hvoru tveggja eru perónuleg met hjá honum.
 
Gott veður var á mótinu, þar til í lokin að úrhellisrigning setti strik í sleggjukastskeppni kvenna, en þar náði Vigdís Jónsdóttir FH ágætis árangri 53,17 m, sem er 3. besti árangur í þessari grein frá upphafi og nýtt vallarmet á Selfossi.
 
Frjálsíþróttafólkið er sýnilega að koma vel undan vetri og árangurinn lofar góðu. Úrslit mótsins í heild sinni má sjá hér.

FRÍ Author