Meistaramót Íslands í maraþoni fer fram á morgun, laugardaginn 19. ágúst samhliða Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupið hefst í Sóleyjargötu klukkan 8:40, eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Byrjað er á því að hlaupa út Njarðargötuna og síðan farið í gegnum íbúahverfi í vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Þá er einnig hlaupið í gegnum Túnin, Teigana og inn í Laugardalinn. Um Vogana, Elliðaárdal, Bryggjuhverfið, Fossvogsdal, meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og inn í Lækjargötu.
Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 56 þátt í maraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 1500 hlauparar verið skráðir til þátttöku í maraþon Reykjavíkurmaraþons.
Það voru þau Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson sem urðu Íslandsmeistarar í vegalengdinni á siðasta ári.
Hægt er að fylgjast með úrslitum hlaupsins hér.