Meistaramótið í 10 km götuhlaupi fer fram á morgun

10km brautin er flöt og hröð og tilvalin til bætinga og munu bestu hlauparar landsins, þar á meðal Kári Steinn, mæta og ætlar hann Kári að reyna að slá Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983, 30:11 mín.

 

Ungmennafélag Akureyrar sér um hlaupið og hefur búið til veglegan verðlaunapakka með aðstoð fyrirtækja á Akureyri ef Íslandsmetið fellur.  Í boði eru 5 daga æfingabúðir með öllu fyrir 3 einstaklinga á Akureyri.  Flug, gisting í Hótelíbúðum, matur á RUB 23 og Greifanum, æfingaaðstaða og daglegt smoothie í Átaki og á Bjargi, nudd í Aqua spa og fleira.

 

Keppt er í 5km, 10km og 21km hlaupi.  Sportver, Greifinn og Central hostel gefa verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvenna og karlaflokki í þessum vegalengdum og fjöldi útdráttarverðlauna verða frá Átaki og fyrrnefndum fyrirtækjum.

 

Ræst verður við líkamsræktarstöðina Átak og þar er glæsileg búnings og sturtuaðstaða fyrir hlaupara..

Líkamsræktin Bjarg býður fría gistiaðstöðu fyrir þá sem koma langt að.

Skráning á hlaup.is upplýsingar á akureyrarhlaup.is 

FRÍ Author