Meistaramót Íslands um helgina

 

Mikil keppni getur orðið í 60 m hlaupi kvenna, en þar mætast þær Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Arna Stefanía Guðundsdóttir báðar úr ÍR, María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni, Hafdís Sigurðardóttir frá UFA. Allar hafa þær sýnt undanfarið að þær koma vel undirbúnar til leiks og hart verður sótt að Örnu Stefaníu, sem vann titil í þessari grein á síðasta ári.

Bestum tíma í 60 m hlaupi í ár, hefur náð Óli Tómas Freysson úr FH en hann sigraði í þessari grein á MÍ í fyrra. Sveinn Elías Sveinsson einnig úr FH hefur verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og gæti veitt honum keppni. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR og Ingi Kristinn Jónsson hafa verið í mikilli framför undanfarið og ættu að geta hlaupið vel og ógnað þeim félögum.

Líklegast er að baráttan í 60 m grind kvenna verði má milli þeirra Fjólu Signýjar Hannesdóttur HSK, Örnu Stefaníu Guðmundóttur ÍR, Sveinbjargar Zoponíasardóttur FH og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur úr Ármnni, en Guðrún Ósk Gestsdóttir UMSS gerir örugglega sterka atlögu að verðlaunum í greininni líka.

Í 200 m hlaupi kvenna má búast við að baráttan verði á milli Hafdísar Sigurðardóttur úr UFA, ríkjandi meistara í greininni Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur úr ÍR, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr ÍR og Dórótheu Jóhannesdóttur einnig úr ÍR.

Hörkukeppni verður í 200 m hlaupi karla og baráttan líklegast helst á milli þeirra  Sveins Elíasar Elíassonar, Trausta Stefánssonar og Óla Tómasar  úr FH, Ívars Kristins Jasonarsonar úr ÍR og Kolbeins Haðar Gunnarssonar úr UFA, en aðrir gætu blandað sér í baráttuna í þessu erfiða hringhlaupi.

Búast má við mikilli keppni í 400 m hlaupi karla á milli nýkrýnds methafa Trausta Stefánssonar FH og Ívar Kristins Jasonarsonar úr ÍR og ekki ólíklegt að nýtt met líti dagsins ljós. Einnig gæti  t.d. Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA ógnað þeim og gert tilkall til verðlauna.

Í 400 m hlaupi kvenna verður mikil barátta milli Anítu Hinriksdóttur, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur báðar úr ÍR, Hafdísar Sigurðardóttur úr UFA, sem bestu tíma hefur náð í ár og meistarnas í fyrra Stefaníu Valdimarsdóttur úr Breiðabliki.

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR er líkleg til að bæta metið í 800 m hlaupi kvenna um helgina.

Í karlaflokki má búast við mikilli keppni milli Snorra Sigurðssonar ÍR og Björns Margeirssonar UMSS, en Kristinn Þór Kristinsson HSK gæti blandað sér í þessa baráttu líka.

Björn Margeirsson UMSS verður að teljast sigurstranglegastur í 1500 m hlaupi karla, en efalaust munu hinir yngri keppendur í hlaupinu, t.d. Tómas Zoega úr ÍR o.fl., reyna að ógna honum.

Í 1500 m hlaupi kvenna getur orðið skemmtileg keppni milli ungra og reyndra keppenda, en besta tíman í ár á Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni, en hin margreynda Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR er mætt til leiks eftir um árs fjarveru vegna barnsburðar.

Kári Steinn Karlsson Breiðablik, tekur þátt í 3.000 m hlaupi karla og telst líklegur sigurvegari, en Björn Margeirsson UMSS er einnig skráður til leiks og hefur verið að sýna góða hluti undanfarið. Líklegt verður að margir hinna yngri hlaupara munu líklega reyna að fylgja þeim eftir eins lengi og kostur er, til að ná fram bætingum í greininni.

Langstökk kvenna verður óneitanlega ein aðalgrein mótsins. Alls eru 18 keppendur skráðir til leiks í greininni, og þar með allar þær bestu. Jóhanna Ingadóttir ÍR sem lengst hefur stokkið 6,32 m, Sveinbjörg Zophoníasdóttir FH sem best hefur stokkið 6,10 m og ekki síst Hafdís Sigurðardóttir UFA sem lengst allra hefur stokkið í vetur 6,15 m. Auk þess eru með þær María Rún Skúladóttir Ármanni sem hefur verið í mikilli framför undanfarið, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Dóróthea Jóhannesdóttir báðar úr ÍR og gætu þær allar blandað sér í baráttuna.

Kristinn Torfason mun leitast við að ná lágmarki (8,15m) fyrir HM innanhúss í langstökkskeppninni, en hann hefur haft nokkra sérstöðu í þessari grein vegna meiðslaforfalla Þorsteins Ingvarssonar úr HSÞ. Báðir stefna reyndar á Ólympíulágmarkið í greininni (8,10m).

Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK sem nú býr í Svíþjóð en kemur sérstaklega til landins til að taka þátt í mótinu er sigurstranglegust í hástökki kvenna. Kristín Lív Svabo Jónsdóttir úr ÍR hefur verið að bæta sig undanfarið og gæti ógnað Fjólu í baráttunni um titil í þessari grein.

Búast má við jafnri keppni í hástökki karla, en fróðlegt verður að sjá hvað nýliðinn Egill Níelsson úr FH gerir á sínu fyrsta meistaramóti.

Í stangarstökki karla verður Mark W. Johnsson ÍR að teljast líklegur sigurvegari, en hans besti árangur í ár eru 5.00 m, en Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki gæti ógnað Mark, en stangarstökkskeppni býður ætíð upp á talsverða óvissu.

Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR fór nýlega yfir 4.00 m í stangarstökki eftir að hafa átt við meiðsli að stríða undanfarna mánuði. Hún virðst vera að ná sér á strik að nýju, en hún hefur nokkra yfirburði í þessari grein um þessar mundir hér á landi.

Í þrístökki karla má búast við að keppnin um sigur verði á milli þeirra Arnar Dúa Kristjánssonar UFA og Bjarna Malmquist Jónssonar úr FH.

Jóhanna Ingadótir úr ÍR verður að teljast líklegur sigurvegari í þrístökki kvenna, en bæði María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni og Dóróthea Jóhannesdóttir úr ÍR gætu veitt henni verðuga keppni.

Ásdís Hjálmsdóttir Árm. verður að teljast sigurstranglegust í kúluvarpi kvenna en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir FH á einnig góðan árangur og verður líklegast á verðlaunapalli líka ásamt Sveinbjörgu Zophoníasdóttur einnig úr FH.

Vegma fjarveru Óðins Björns Þorsteinssonar í kúluvarpi karla munu nokkrir bítast um sigur í þeirri grein, þar á meðal mögulega Örn Davíðsson FH, Sindri Lárusson ÍR, Stefán Velemir ÍR, þótt efalaust munu margir fleiri gera tilkall til titils í þessari grein nú

FRÍ Author