Meistaramót Íslands innanhúss er nú um helgina.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu móti því íslenskt frjálsíþróttafólk hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu.  Gera má ráð fyrir hörku keppni í 60m karla og kvenna þar sem Sveinn Elías Fjölni, Óli Tómas FH, Kolbeinn Höður UFA, Ívar Kristinn ÍR, Juan Ramon ÍR og Kristinn FH munu berjast í karlaflokki.  Í kvenna má búast við harðri keppni á milli Hrafnhildar Eir ÍR, Örnu Stefaníu ÍR, Hafdísar HSÞ, Kristínar Birnu ÍR og Dórótheu úr ÍR.  Einnig verður spennandi að sjá keppni í stangarstökki karla þar sem Bjarki Gíslason UFA hefur verið að bæta íslandsmetið í sínum aldursflokki á undanförnum mótum. Í langstökk kvenna verður mikil keppni á milli Hafdísar HSÞ sem á besta árangur ársins, Sveinbjargar ÚSU og Kristínar Birnu ÍR.
 
Keppt er um titilinn Íslandsmeistari félagsliða í karla- og kvennaflokki og samanlagðri stigakeppni. Skráðir keppendur eru 166 frá 15 félögum og samböndum.  Mótshaldararnir ÍR-ingar senda fjölmennasta liðið til mótsins eða 51 keppanda, FH -ingar senda 23 keppendur,Breiðablik sendir 19 keppendur og 16 keppendur svo dæmi séu tekin.  
 
Dagskrá mótsins og nánari upplýsingar um keppendur:
 
5.febrúar hefst keppni kl. 12:00 með stangarstökki karla og lýkur keppni kl. 15:10.
6.febrúar hefst keppni kl. 11:00 með 200m hlaupi kvenna og langstökki karla og lýkur 15:30.
 
Aðgangur er ókeypis fyrir áhorfendur.  Nánari upplýsingar um tímasetningar, keppendaskrá og úrslit eru http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1558.htm
 
Meistaramótið er í umsjá ÍR-inga í glæsilegri Frjálsíþróttahöll okkar.  Upplýsingar: Margrét Héðinsdóttir formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR S: 821-2172.

FRÍ Author