Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum verður á Akureyri – Kópavogsbær hvattur til dáða

Um leið fagnar stjórnin því framtaki Ungmennafélags Akureyrar, UFA, að bjóðast til þess með skömmum fyrirvara að halda mótið á Akureyri í samvinnu við bæjaryfirvöld og heimamenn. Það er von stjórnar FRÍ að hægt verði að gera ráð fyrir keppnisaðstæðum í Kópavogi sumarið 2017 þannig að Breiðablik og Kópavogsbær geti í sameiningu tekið á móti vaxandi fjölda frjálsíþróttafólks frá öllum landshlutum. Stuðningur sveitarfélaga við íþróttastarfsemi er ómetanlegur enda er gildi íþrótta einn af meginstoðum sterks samfélags.

FRÍ Author