Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum haldið á Akureyri um helgina

Meðal keppenda á mótinu eru EM fararnir Hafdís Sigurðardóttir sem nýlega setti Íslandsmet í langstökki kvenna þegar hún stökk 6,62 m. Guðni Valur Guðnason kringlukastari og Olympíufari, Ásdís Hjálmdóttir spjótkastari og Olympíufari og Arna Stefanía Guðmundsdóttir 400 metra grindahlaupari. Það verður mikið af hæfileikaríku fólki sem keppir á Þórsvelli á Akureyri um helgina og því tilvalið að mæta á völlinn og fylgjast með. Keppni hefst kl. 16:00 á laugardeginum og kl. 9:30 á sunnudeginum hefst keppni í sleggjukasti en klukkan 13:30 í öðrum greinum. Forkeppni í nokkrum greinum fer fram að laugardags- og sunnudagsmorgni.
 
 
 
 
 
 
  

FRÍ Author