Meistaramót Íslands í fjölþrautum um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppt er í sjöþraut karla og fimmtarþraut kvenna. Auk þess fer fram keppni í sjöþraut drengja (17-18) ára og sveina (15-16) ára. Alls eru 24 keppendur skráðir til leiks í þessum greinum, en að auki fer fram keppni í nokkrum aukagreinum.
 
Sigurstranglega í kvennaflokki verður að telja Sveinbjörgu Zophoníasdóttur frá USÚ, en hún tók þátt á HM 17 ára og yngri í Bressanone á Ítalíu í fyrra. Meðal karla er Ólafur Guðmundsson HSK/Selfossi einna sigurstranglegastur. Meðal keppenda í aukagreinum eru þær stöllur úr Fjölni, Íris Anna Skúladóttir og Arndís Ýr Hafþórsdóttir.
 
Keppni hefst kl. 12:30 á laugardag og kl. 13:00 í fjölþrautagreinum. Á sunnudag hefst keppni kl. 12.
 
Hægt er að fylgjast með þróun keppninnar í gegnum mótaforrit FRÍ sem er að finna hér á heimasíðu FRÍ.

FRÍ Author