Meistaramót Íslands 11-14 ára í Kaplakrika – alls 564 persónuleg met og ársbesta voru sett á mótinu.

 
 
Eftirfarandi keppendur voru sigursælastir í einstaklingsgreinum í hverjum flokki:
Í flokki 11 ára stúlkna sigraði Auður Helga Halldórsdóttir HSK/Selfoss í 2 greinum.
Í flokki 11 ára pilta sigraði Daði Kolviður Einarsson HSK/Selfoss í 3 greinum.
Í flokki 12 ára stúlkna sigraði Laufey Pálsdóttir Breiðablik í 3 greinum.
Í flokki 12 ára pilta sigruðu Róbert Thor Valdimarsson FH og Logi Hrafn Róbertsson FH í 2 greinum.
Í flokki 13 ára stúlkna sigraði Jana Sól Valdimarsdóttir FH í 3 greinum.
Í flokki 13 ára pilta sigruðu Ívan Óli Santos ÍR og Kristján Viggó Sigfinnsson Á í 2 greinum.
Í flokki 14 ára stúlkna sigraði Birna Kristín Kristjánsdóttir Á í 3 greinum.
Í flokki 14 ára pilta sigruðu Hákon Birkir Grétarsson HSK/Selfoss og Jón Þorri Hermannsson UFA í 2 greinum.
 
Stigakeppnin í aldursflokkum var líka mjög spennandi:
Í flokki 11 ára stúlkna sigraði HSK/Selfoss með 125 stig. Í flokki 11 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með 170,00 stig.
Í flokki 12 ára stúlkna sigraði FH með 130,5 stig. Í flokki 12 ára pilta sigraði FH með 136,00 stig.
Í flokki 13 ára stúlkna sigraði HSK/Selfoss með 126 stig. Í flokki 13 ára pilta sigraði ÍR með 106,50 stig.
Í flokki 14 ára stúlkna sigraði HSK/Selfoss með 123 stig. Í flokki 14 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með 250 stig.
 
Frjálsíþróttadeild FH þakkar öllum keppendum, þjálfurum, foreldrum, starfsmönnum og öðrum góðum gestum fyrir frábæra helgi í Kaplakrika.
 

FRÍ Author