Meistaramót Íslands – Kristinn Torfason bætti 30 ára met í þrístökki

Góður árangur náðist í nokkrum greinum í dag m.a. sigraði Jóhanna Ingadóttir ÍR í langstökki kvenna með því að stökkva 6,10 metra og bæta sinn besta árangur um 11 sm, en þetta var í fyrsta sinn sem hún náði að stökkva yfir 6 metra. Þetta var jafnframt næstbesti árangur í langstökki kvenna innanhúss frá upphafi, aðeins Sunna Gestsdóttir á besti árangur (Íslandsmet frá 2003, 6,28m).
Þá bætti Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni sinn besta árangur í kúluvarpi, en hún sigraði í þeirri grein og varpaði kúlunni 14,19 metra, sem er þriðji besti árangur Íslenskrar konu í þeirri grein frá upphafi.
Aníta Hinriksdóttir ÍR bætti telpnametið í 1500m hlaupi um 13 sek., en hún varð í öðru sæti í dag á 4:56,53 mín, en hún verður 13 ára á þessu ári og er því á yngra ári í aldursflokkum.
 
FH ingar leiða stigakeppni karla eftir fyrri dag með 11.385 stig og ÍR leiðir stigakeppni kvenna með 7.942 stig. Í samanlagðri stigakeppni mótins hefur FH 3.264 stiga forystu á ÍR, FH er komið með 15.988 stig og ÍR er með 12.724 stig. Lið Fjölnis er í þriðja sæti með 6.221 stig.
 
Íslandsmeistarar í öðrum keppnisgreinum í dag urðu:
* 60m hlaup karla: Arnór Jónsson Breiðabliki á 7,00 sek.
* 60m hlaup konur: Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki á 7,81 sek.
* 400m hl. karla: Trausti Stefánsson FH á 49,87 sek. (PB)
* 400m hl. konur: Hafdís Sigurðardóttir HSÞ á 58,87 sek.
* 1500m hl. karla: Björn Margeirsson FH á 3:56,68 mín.
* 1500m hl. konur: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni á 4:42,69 mín.
* Kúluvarp karla: Óðinn Björn Þorsteinsson FH, 17,75 metrar.
* Hástökk kvenna: Ágústa Tryggvadóttir Umf.Selfoss, 1,68 metrar.
* Stangarstökk karla: Börkur Smári Kristinsson ÍR, 4,10 metrar.
 
Heildarúrslit frá fyrri degi og staða í stigakeppni milli félaga eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
Seinni keppnisdagur hefst kl. 11:00 í fyrramálið með undanrásum í 200m hlaupi karla, en aðalhluti
mótins hefst kl. 13:00 og stendur mótið til kl. 15:45.
 
Myndin er af Kristni Torfasyni íslandsmethafa í þrístökki (Mynd: Hafsteinn Óskarsson-RIG 2009).
 

FRÍ Author