Meistaramót Íslands – ÍR varði titilinn eftir harða keppni við FH

Ekkert Íslandsmet í fullorðinsflokki féll í dag, en eitt aldursflokkamet var bætt, meyjasveit ÍR í 4x400m boðhlaupi hljóp á 4:14,87 mín og bætti met sem sveit Fjölnis átti (4:22,49 mín, 2008). Sveit ÍR skipuðu þær Vera Sigurðardóttir, Björg Gunnarsdóttir, Elísa Pálmadóttir og Kristín Lív Jónsdóttir.
 
Verðlaun fyrir besta árangur karla og kvenna á mótinu fengu þau Jóhanna Ingadóttir ÍR fyrir 6,10 metra í langstökki (1009 stig) og Óðinn Björn Þorsteinsson FH fyrir 17,75 metra í kúluvarp (985 stig).
 
Arndís Ýr Hafþórsdóttir vann tvær greinar í dag 800m (2:17,35 mín) og 3000m (10:07,30 mín).
Arndís vann einnig 1500m í gær og var eini einstaklingurinn sem vann þrjár einstaklingsgreinar á mótinu.
Arndís var einnig í sigursveit Fjölnis í 4x400m boðhlaupi og fékk hún því fern gullverðlaun á mótinu.
 
Þrjár konur unnu til tvennra gullverðlauna hver á MÍ:
* Jóhanna Ingadóttir ÍR vann þrístökk í dag (12,55m) og langstökk í gær.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ vann 200m í dag (25,64s) og 400m í gær.
* Linda Björk Lárusdóttir Breiðabliki vann 60m gr. í dag (8,87s) og 60m í gær.
 
Þrír karlar unnu tvenn gullverðlaun hver í einstaklingsgreinum á MÍ:
* Björn Margeirsson FH vann 800m í dag (1:54,40 mín) og 1500m í gær.
* Trausti Stefánsson FH vann 200m í dag (22,07s-PB) og 400m í gær.
(Trausti var einnig í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi og fékk því þrenn gullverðlaun).
* Kristinn Torfason FH vann langstökk í dag (7,20m) og þrístökk í gær.
Kristinn varð einnig í 2.sæti í 200m í dag (22,14s-PB).
 
Aðrir Íslandsmeistarar í dag:
* Stefán Guðmundsson Breiðabliki í 3000m (8:43,54 mín).
* Ólafur Guðmundson HSK í 60m grindahl. (8,59s).
* Örn Davíðsson FH í hástökki (1,91m).
* Þórey Edda Elísdóttir FH (4,00m).
 
Heildarúrslit frá Meistaramótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, bæði í einstökum keppnisgreinum og í stigakeppni milli félaga.
 
 

FRÍ Author