Meistaramót Íslands – ÍR varð Íslandsmeistari félagsliða

Lið ÍR varð Íslansdmeistari félagsliða, hlutu samtals 27.774 stig, 1584 stigum meira en lið FH varð í öðru sæti með 26.190 stig og
lið Breiðabliks varð í 3.sæti með samtals 20.595 stig.
 
ÍR vann kvennakeppni mótsins með 15.131 stig og lið FH sigraði í karlakeppninni með 14.760 stig. ÍR varð í öðru sæti í karlaflokki og lið FH í öðru sæti í kvennaflokki og lið Breiðabliks varð í þriðja sæti í bæði karla- og kvennaflokki.
 
Eitt Íslandsmet féll á mótinu í dag, en það var sveit ÍR sem bætti Íslandsmet karla í 4x400m boðhlaupi, sveitin kom í mark á 3:22,91 mín og bætti met sveitar Ármanns/Fjölnis frá sl. ári, en það var 3:24,05 mín. Sveitin skipuðu þeir Börkur Smári Kristinsson, Brynjar Gunnarsson, Stefán Már Ágústsson og Einar Daði Lárusson.
 
Þá bætti Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni eigin stúlkna
– og unglingamet í 60m grindahlaupi og í 200m hlaupi í dag.
Helga varð Íslandsmeistari í 60m grindahaupi á 8,78 sek., en gamla metið var 8,90 sek. í báðum flokkum, sett um sl. helgi.
Þá varð Helga Margrét í 2.sæti í 200m á 24,63 sek. og bætti eigið
met í þessum aldursflokkum um 15/100 úr sek., en það var 24,78 sek. Helga Margrét sigraði einnig í kúluvarpi í gær.
 
Silja Úlfarsdóttir FH sigraði í 200m hlaupinu á 24,48 sek. og
tryggði sér þar með sín þriðju gullverðlaun á mótinu, en hún
sigraði í 60m og 400m hlaupum í gær.
 
B-sveit Fjölnis bætti meyjametið í 4x400m boðhlaupi í dag, en
sveitin varð í 5.sæti á 4:22,49 mín, en meyjasveit ÍR átti
gamla metið sem var 4:29,17 mín frá 2006. Meyjasveit Fjölnis
skipuðu þær Júlía Hafþórsdóttir, Hörn Valdimarsdóttir, Signý
Sigurðardóttir og Ása Marta Sveinsdóttir.
 
Óli Tómas Freysson FH sigraði í 200m hlaupi karla á 22.00 sek.
og fékk þar með sín önnur gullverðlaun, en hann sigrði einnig í 60m hlaupi í gær. Björn Margeirsson FH varð Íslansmeistari í 1500m hlaupi á 3:56,64 mín, en hann vann einnig 800m í gær.
 
Þá varð Jóhanna Ingadóttir ÍR Íslandsmeistari í þrístökki á persónulegu meti, stökk 12,51 metra, en hún sigraði einnig í
langstökki í gær.
 
Aðrir Íslandsmeistarar í dag urðu:
800m kvenna: Herdís Helga Arnalds Breiðabliki, hljóp á 2:17,82 mín.
3000m kvenna: Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni, hljóp á persónulegu
meti, 10:06,39 mín.
3000m karla: Stefán Guðmuðmundsson Breiðabliki, hljóp á 8:48,38 mín.
60m gr. karla: Einar Daði Lárusson ÍR, hljóp á 8,47 sek.
Hástökk karla: Örn Davíðsson FH, stökk 1,94 metra.
Langstökk karla: Þorsteinn Ingvarsson HSÞ, stökk 7,23 metra.
Stangarstökk kvenna: Fanney Björk Tryggvadóttir ÍR, stökk 3,20 metra.
 
Heildarúrslit mótsins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni, bæði
í einstökum greinum og í stigakeppni milli félaga.

FRÍ Author