Meistaramót 15-22 ára fyrri dagur

María Rún Gunnlaugsdóttir frá Ármanni varð fjórfaldur Íslandsmeistari í dag í aldursflokknum 18-19 ára, í kúluvarpi, langstökki, hástökki og 60m hlaupi.

·         Sveinbjörg Zophaníasdóttir úr FH varð þrefaldur íslandsmeistari í aldursflokknum 20-22 ár, í kúluvarpi, langstökki og hástökki.

·         Sigþór Helgason frá HSK varð í dag þrefaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára, í langstökki, kúluvarpi og hástökki.

·         Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 20-22 ára, í 400m og 60m.

·         Esther Rós Arnarsdóttir úr Breiðablik varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 15 ára, í 60m og 800m.

·         Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari í aldursflokknum 16-17 ára, í langstökki og 60m.

Gaman er að segja frá því að ungstirnið Aníta Hinriksdóttir vann 800m hlaupið í aldursflokknum 16-17 ára á tímanum 2:08,65mín. Hún var 25 sek á undan næstu í hlaupinu í dag. Þetta er annar besti tími kvenna í sögunni í 800m en hún setti sjálf íslandsmetið í 800m kvenna fyrir stuttu síðan en þá hljóp hún á tímanum 2:05,96mín..

Hægt er að sjá öll úrslit af fyrri deginum hér.

FRÍ Author