Meistaramót 15-22 ára fer fram um helgina á Selfossvelli

 Keppni hefst kl 10:00 í fyrramálið og kl 09:30 á sunnudagsmorguninn.  Tímaseðil og keppendalista má sjá í mótaforriti FRÍ: 
 
http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2317.htm
 
Myndin sem fylgir fréttinni er af íslandsmethöfum í 4×400 m boðhlaupi í flokki 16-17 ára.  Metið var sett á Kaplakrikavelli 13. júlí síðastliðinn á Meistaramóti Íslands.  Sveitina skipuðu þeir Daníel Einar Hauksson, Ingþór Ingason, Arnaldur Þór Guðmundsson og Kormákur Ari Hafiðason.  Myndina tók Adda María Jónsdóttir.

FRÍ Author