Meistaramót 15-22 ára fer fram um helgina

Flestir keppendur eru frá ÍR eða 54, 26 eru frá FH og 24 frá Breiðabliki. Athyglisvert er að rúmlega 25% keppenda koma úr röðum ÍR og 50% keppenda á mótinu koma úr þessum þremur ofangreinum félögum.
 
Fjölmennustu keppnisgreinar mótins eru 60m hlaup meyja (38), 60m hlaup sveina (32), 200m hlaup meyja (29) og langstökk meyja (28).
 
Mótið hefst kl. 11:00 á laugardaginn, en tæknifundur fer fram kl. 10:00. Keppni stendur til kl. 15:15 á laugardeginum. Á sunnudaginn hefst keppni kl. 9:30 og er síðasta keppnisgrein á dagskrá kl. 15:20.
Þá verða afhent verðlaun fyrir sigur í stigakeppni mótins, en keppt er um Íslandsmeistaratitil félagsliða í sex aldursflokkum, auk heildarstigakeppni 15-22 ára.
 
Leikskrá mótins verður birt í mótaforritinu hér á síðunnu síðar í dag, þar sem útrslit verða einnig færð inn um leið og þau liggja fyrir um helgina. Það er frjálsíþróttadeild Fjölnis sem sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni.

FRÍ Author