Meistaramót 11-14 ára fór fram um helgina

Stigakeppni:

FH var sigurvegari í heildarstigakeppni mótsins með 599 stig. Gefin eru 10 stig fyrir sigur í grein og 10 sæti gefur 1 stig. ÍR var í öðru sæti með 521,2 stig, HSK/UMF Selfoss var í 3ja sæti með 415 stig, UFA í fjórða sæti með 316,5 stig og Breiðablik í fimmta sæti með 292,5 stig. Nánari úrslit er að finna á heimasíðu FRÍ (fri.is).

Úrslit í einstökum aldursflokkum eru sem hér segir:

Stúlkur 11 ára: FH 83 stig, HSK / UMF Selfoss 66 stig og ÍR 62 stig.

Piltar 11 ára: FH 93,5 stig, UFA 81 stig og ÍR 73,5 stig.

Stúlkur 12 ára: FH 147 stig, ÍR 91 stig og Afturelding 63 stig.

Piltar 12 ára: FH 101 stig, HSK/Selfoss 46 stig og Afturelding 30 stig.

Stúlkur 13 ára: ÍR 145,3 stig, HSK/Selfoss 113,5 stig og FH 46,5 stig.

Piltar 13 ára: HSK/UMF Selfoss 78 stig, Breiðablik 66,2 stig og ÍR 65,4 stig.

Stúlkur 14 ára: Breiðablik 110 stig, UFA 105 stig og Fjölnir 46,5 stig.

Piltar 14 ára: HSK / UMF Selfoss 82 stig, FH 74 stig og UFA 51 stig.

2.       Met:

Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu. Það gerði Styrmir Dan Steinunnarson HSK / UMF Selfoss 13 ára sem stökk 1,67 m í hástökki.

3.       Fjöldi félaga og keppenda:

Alls tóku 268 keppendur þátt í mótinu frá 19 félögum og samböndum. Alls hlaut Breiðablik 15 meistaratitla, HSK/UMF.Selfoss 13, FH 12 og ÍR 12.

 

Nánari upplýsingar um úrslit mótsins er að finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1878.htm

FRÍ Author