Meistaramót Íslands öldunga innanhúss

Frjálsíþróttadeild Fjölnis býður til Meistaramóts Íslands öldunga innanhúss og er mótið fyrir 30 ára og eldri. Mótið fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal 30.-31. október 2021. Skráning keppenda fer fram á netskraning.is. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 28. okt. Engar skráningar verða á staðnum. 

Drög að tímaseðli eru birt í mótaforritinu ÞÓR og endanlegur tímaseðill verður birtur föstudaginn 29. október.

Keppendum bera að huga að eigin sóttvörnum og virða nándarmörk eins og kostur er. Inngangur í Frjálsíþróttahöllina er á mótsdag á norðaustur hlið hallarinnar (inngangur M), gengt Skautahöllinni, ekki í portinu eins og áður. Salerni eru eingöng í búningsklefum, opnir eru tveir klefar, einn fyrir hvort kyn. Önnur svæðihallarinnar eru ekki aðgengileg fyrir keppendur.

Boðsbréf má finna hér.