Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram um helgina

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina.

Mótið stendur yfir frá kl. 11-15 á laugardaginn og kl. 11-15:30 á sunnudaginn.

Keppnisgreinar:

  • Fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri
  • Tugþraut pilta 16-17 ára
  • Tugþraut pilta 18-19 ára
  • Tugþraut karla 20 ára og eldri
  • Fimmtarþraut stúlkna 15 ára og yngri
  • Sjöþraut stúlkna 16-17 ára
  • Sjöþraut stúlkna 18-19 ára
  • Sjöþraut kvenna 20 ára og eldri

Sjá má tímaseðil mótsins hér.

Við hvetjum fólk til að mæta á Kópavogsvöll um helgina og styðja við keppendurna!