Meistaramót Íslands Í 10km götuhlaupi á morgun

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands Í 10km götuhlaupi á morgun

Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fer fram sunnudaginn 13. ágúst og er mótið einnig Meistaramót Íslands í 10km götuhlaupi.

Hlaupavegalengdir eru 10 km, 5 km, 3 km ásamt 800 m Sprotahlaupi fyrir krakka 8 ára og yngri.

Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Hlaupið er viðurkennt og vottað af FRÍ. Allir þátttakendur koma í mark í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss. Það er hægt að skrá sig á hlaupadag frá kl. 09.00 í Landsbankanum á Selfossi.

Allir keppendur fá frítt í sunda eftir hlaup, í boði sveitarfélagsins Árborgar, gegn framvísun keppnisnúmers. Úrslit verða birt á timataka.is. Frekari upplýsingar gefur Helgi Sigurður Haraldsson, helgihar@simnet.is.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands Í 10km götuhlaupi á morgun

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit