Um helgina, dagana 23.-24. júlí, fer fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á ÍR-velli. Það eru 133 keppendur skráðir til leiks frá níu félögum. Keppt er í fórum aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokkki og hefst keppni klukkan 10:00 báða dagana.
Hér má finna tímaseðil, keppendalista og úrslit í rauntíma.
Íslandsmethafinn í kúluvarpi kvenna, Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR), er á meðal keppenda. Erna bætti Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss í mars með kast upp á 17,29 metra. Erna er búin að kasta fimm sinnum yfir 17,00 metra í ár og varð um síðustu helgi Norðurlanda- og Eystrasaltsmeistari í greininni.
Íslandsmethafinn í sleggjukasti Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) og æfingafélaginn hennar Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) keppa í sleggjukasti. Elísabet bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í Þýskalandi sem mældist 65,35 metra. Guðrún Karítas er búin að kasta 60,14 metra í ár sem er einnig persónulegt met. Guðrún vann til bornsverðlauna á NM/Baltiv U23 um síðustu helgi.
Daníel Ingi Egilsson (FH) er búinn að eiga stórkostlegt tímabil. Hann keppti síðustu helgi í þrístökki og langstökki á NM/Baltic U23 ára. Hann fékk silfur í þrístökkinu og stökk lengsta stökk Íslendings í 60 ár. Hann mun keppa í sömu greinum um helgina og verður spennandi að sjá hvað hann gerir.
Glódís Edda Þuríðardóttir (KFA) er skráð í fimm greinar um helgina þrátt fyrir að hennar aðal grein í sumar hefur verið 100 metra grindahlaup. Glódís er að fara til Bandaríkjanna í skóla í vetur þar sem hún mun æfa og keppa í þraut. Um helgina keppir hún í 100m grindahlaupi, 400m hlaupi, langstökki, hástökki og kúluvarpi.
Anthony Vilhjálmur Vilhjálmsson (Ármann) verður á meðal keppenda 100, 200 og 400 metra hlaupi. Anthony varð í fimmta sæti í 200m hlaupi karla á NM U20 á tímanum 21,86s sem er persónluegt met. Hann er búinn að hlaupa á 11,00 sek. í 100 metra hlaupi og verður spennandi að sjá hvort hann fái löglegt hlaup og komist undir ellefu sekúndurnar. Í 400m á hann best 50,70 sek.
Tiana Ósk Whitworth keppir í 100 metra hlaupi. Tiana er búin að hlaupa best 11,71 sek. í ár sem hún gerði á Copenhagen Athletics Games í Kaupmannahöfn í júní.
EM U18 ára hópurinn mun keppa í sínum greinum um helgina. Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (BBLIK) keppir í þrístökki ásamt þremur öðrum greinum. Hann er tvisvar búinn að stökkva 14,00 metra í ár í þrístökki en fyrir tímabilið átti hann 13,27 metra.
Júlía Kristín Jóhannesdóttir (BBLIK) keppir í sjö greinum um helgina. Greinarnar eru allar sjöþrauta greinar og er hennar sterkasta grein 100 metra grindahlaup en hún á aldursflokkametið í greininni
Hera Christensen (FH) tekur kast þrennu um helgina en hennar sterkasta grein er kringlukast. Hún á best 41,00 metra. Hún er sömuleiðis búin bæta sig mikið frá því í fyrra en hún átti 27,47 metra áður.
Arndís Diljá Óskarsdóttir tekur einnig kast þrennu en hennar aðalgrein er spjótkast. Arndís var í sjötta sæti í spjótkasti á Bauhaus Junioren-Gala og er búin að kasta lengst 46,26 metra í ár sem er persónulegt met.