Meistaramót Íslands 15-22 ára um helgina

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands 15-22 ára um helgina

Frjálsíþróttadeild Fjölnis býður til Meistaramóts Íslands 15-22 ára innanhúss. Mótið fer fram um helgina í Laugardalshöllinni. Um 220 keppendur eru skráðir á mótið og þar á meðal eru 18 keppendur sem kepptu fyrir Íslands hönd árið 2023. Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) og Ísold Sævarsdóttir (FH) hafa nú þegar náð lágmarki á EM U18 sem fer fram í Slóvakíu í sumar og eru fleirri keppendur með stefnuna þangað. Verður spennandi að fylgjast með hvort fleirri lágmörk nást eða aldursflokkamet verða slegin um helgina!

Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) verður á meðal keppenda í 60m grindahlaupi en hún keppti á NM U20 í 100m grindahlaupi. Júlía á best 8,60 sek. í greininni og hljóp hún það á Áramóti Fjölnis í lok árs 2023 og bætti með því aldursflokkamet U23. Júlía er skráð í sex greinar á mótinu; 60m, 60m grindahlaup, 200m, hástökk, langstökk og kúluvarp.

60m grindahlaup 18-19 ára sunnudagur kl. 10:10

Elías Óli Hilmarsson (FH) verður meðal keppenda í hástökki en hann keppti á NM U20 og vann þar til silfurverðlauna í hástökki með stökki uppá 1.99 m. Einnig keppti hann á EM U20 í Jerúsalem og á Evrópubikar. Hans besti árangur er 2.07 m.

Hástökk 20-22 ára sunnudagur kl. 9:30

Birta María Haraldsdóttir (FH) tekur þátt í hástökki um helgina en hún varð Norðurlandameistari í hástökki er hún stökk 1.80 m. í Noregi á NM U20 í sumar. Þetta var 7 sentímetra bæting utanhúss og með þessu stökki náði hún lágmarki á EM U20 í Jerúsalem. Hennar besti árangur innanhúss er 1.75 m.

Hástökk 20-22 ára sunnudagur kl. 14:00

Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) er hann skráður í þrjár greinar um helgina; 60m, 200m og 400m. Hann keppti í 200m á NM U20 í sumar þar sem hann hafnaði í 7. sæti á tímanum 22.34 sek. og hefur, eins og fram kom hér að ofan, náð lágmarki á EM U18. Arnar á best 22,71 sek. í 200m innanhúss en utanhúss á hann 22,05 sek.

200m 16-17 ára sunnudagur kl 12:55

Ísold Sævarsdóttir (FH) er einungis skráð í kúluvarp um helgina. Hún hefur, eins og fram kom hér að ofan, náð lágmarki á EM U18. Í sumar bætti hún þrettán ára gamalt aldursflokkamet í 400m grindahlaupi í flokki U18 á tímanum 61.07 sek. í Mannheim á Bauhaus Juniorengala, einnig varð hún Norðurlandameistari U18 í sjöþraut.

Kúluvarp 16-17 ára laugardagur kl. 10:50

Guðjón Dunbar Diaquoi Þorsteinsson (Breiðablik) keppir í bæði langstökki og þrístökki um helgina. Guðjón tók þátt á NM U20 í þrístökki í sumar og hafnaði í 4. sæti með stökki upp á 13,88 m. Hann er búinn að stökkva lengst 14,36 m. í þrístökki.

Þrístökk 18-19 ára sunnudagur kl. 11:00

Nánari upplýsingar og boðsbréf má finna hér.

Tímaseðil, keppendalista og skráningarsíðu má finna hér.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Meistaramót Íslands 15-22 ára um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit