Meistaramót Íslands 11-14 ára – Seinni keppnisdagur

Meistaramóti Íslands 11-14 ára lauk með glæsibrag í gær. Mótshaldarar eru sammála um að framkvæmd mótsins hafi gengið mjög vel og öll keppni farið vel fram.

Tvö mótsmet til viðbótar voru sett á mótinu í gær. Samtals voru því 11 mótsmet sett á mótinu í heildina. Mikil fjöldi persónulegra bætinga leit dagsins ljós á mótinu.

Glódís Erla Þuríðardóttir Hjaltadóttir UFA setti nýtt glæsilegt mótsmet í langstökki 14 ára stúlkna með því að stökkva 5,30 (+2,1 m/s). Bætti hún um leið sinn persónulega árangur um 17 cm.

Sindri Freyr Seim Sigurðsson HSK/Selfoss setti nýtt glæsilegt mótsmet í 80m grindahlaupi 14 ára pilta þegar hann hljóp á tímanum 12,63 sek (+0,0 m/s).

HSK/Selfoss sigraði heildarstigakeppnina með yfirburðum, fékk stamtals 1301,2 stig. Í öðru sæti kom Breiðablik 377,5 stig og í því þriðja var FH með 375 stig.

HSK/Selfoss hlaut flest verðlaun á mótinu eða 71 samtals. FH hlaut 24 verðlaun, þar af 14 gullverðlaun. Breiðblik hlaut 28 verðlaun, þar af 9 gullverðlaun.

HSK/Selfoss sigraði í öllum flokkum nema einum en það var í flokki stúlka 13 ára þar sem FH hlaut flest stig.

Finna má öll úrslit mótsins hér.