Meistaramót Íslands 11-14 ára – Fyrri keppnisdagur

Fyrri keppnisdegi á Meistaramóti Íslands 11-14 ára lauk á Kópavogsvelli í gær.

Á mótinu í gær sýndu margir keppendur frábæran árangur og litu margar persónulegar bætingar dagsins ljós.

Níu mótsmet hafa verið sett á mótinu þegar þetta er skrifað.

Jóhann Ási Jónsson FH setti nýtt glæsilegt mótsmet í 600m hlaupi 11 ára pilta með því að hlaupa vegalengdina á tímanum 1:54,75 mínútum og bætti um leið sinn persónulega árangur.

Björn Þór Gunnlaugsson Ármanni setti nýtt glæsilegt mótsmet í 600m hlaupi 14 ára pilta með því að hlaupa vegalengdina á tímanum 1:35,34 mínútum.

Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti nýtt glæsilegt mótsmet í hástökki 14 ára pilta með því að stökkva 1,85 m.

Ingunn Böðvarsdóttir Breiðabliki setti nýtt glæsilegt mótsmet í 60 m hlaupa 11 ára stúlkna er hún hljóp vegalengdina á tímanum 8,86 sekúndum (+1,1 m/s) og bætti um leið sinn persónulega árangur. Ingunn bætti einnig mótsmetið í langstökki 11 ára stúlkna með 4,53 m stökki sem jafnframt er bæting hjá henni.

Isabella Rink Aftureldingu setti nýtt glæsilegt mótsmet í kúluvarpi 11 ára stúlkna með kasti uppá 8,59 m og er það einnig persónuleg bæting hjá henni.

Glódís Erla Þuríðardóttir Hjaltadóttir UFA setti nýtt glæsilegt mótsmet og bætti jafnframt sinn persónulega árangur í 80m grindahlaupi 14 ára stúlkna er hún hljóp á 12,12 sekúndum.

Eva María Baldursdóttir HSK/Selfoss setti nýtt glæsilegt mótsmet í hástökki 14 ára stúlkna með stökki uppá 1,56 m.

Erla Rós Ólafsdóttir HSÞ setti nýtt glæsilegt mótsmet í spjótkasti 14 ára stúlkna með kasti uppá 38,66 m. Var hún jafnframt að bæta sinn persónulega árangur í greininni.

Keppni hófst kl. 10 í morgun og stendur til kl. 15:30.