Meistaramót Íslands 11-14 ára á Kópavogsvelli um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsíþróttum fer fram á Kópavogsvelli helgina 24-25 Júní. Mótið hefur verið vinsælt síðustu ár og er búist góðri þátttöku frá félögum af höfuðborgarsvæðinu og alls staðar utan af landi. Keppt er í karla og kvennaflokki. Margir af okkar bestu frjálsíþróttamönnum hafa tekið sín fyrstu skref á þessum mótum. Þar á meðal Aníta Hinriksdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson.

Keppni er frá kl 10:00-16:00 á laugardeginum og á sunnudeginum frá kl 10:00-15:30.

Tímaseðil má sjá á hér

Facebook síðu hópsins má finna hér

Á mótinu verður keppt í einstaklingskeppni og er stigakeppni milli félaga.

Mótsstjóri er Eiríkur Mörk Valsson.
Yfirdómari er Gunnhildur Hinriksdóttir.