Meistaramót FRÍ í 10km götuhlaupi

Langhlaupanefnd FRÍ óskar eftir áhugasömum hlaupahöldurum til að halda Meistaramót FRÍ í 10km götuhlaupi árið 2020. 

Umsóknum skal skila á netfangið langhlaupanefnd@fri.is fyrir 15.janúar 2020. 

Í umsókn skal koma fram fullt nafn hlaupahaldara, ábyrgðarmanns, staðsetning og dagsetning ásamt öðrum upplýsingum sem hlaupahaldari telur nauðsynlegar.  

Áhugasömum hlaupahöldurum er bent á að kynna sér ítarlega reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa sem má finna hér.