00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Meistaramót 2024

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót 2024

Sumarið er rétt handan við hornið og þá styttist í meistaramót hlaupa utanvalla. Keppt er um sæmdartitilinn Íslandsmeistari í götuhlaupum auk þess er verðlaunað fyrir fyrstu þrjú sætin. Í ár verður sú nýbreytni að keppt verður um íslandsmeistaratitla í öllum aldursflokkum, þó með þeim undantekningum að ekki er keppt í yngstu aldursflokkum í maraþoni og hálfu maraþoni.

Meistarmót eru ávallt haldin í góðu samstarfi við aðildarfélög Frjálsíþróttarsamband Íslands og er framkvæmd þeirra vottuð af sambandinu. 

5 km – Víðavangshlaup ÍR. 25. apríl 2024

Núverandi Íslandsmet:

Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) 16:27

Baldvin Þór Magnússon (UFA) 13:32;47

10 km – Ármannshlaupið. 2 júlí 2024

Núverandi Íslandsmet:

Martha Ernstsdóttir (ÍR) 33:32

Baldvin Þór Magnússon (UFA) 28:51

Hálfmaraþon  – UFA. Akureyrarhlaupið 4. júlí 2024

Núverandi Íslandsmet:

Martha Ernstsdóttir (ÍR) 1:11:40

Hlynur Andrésson (ÍR)  1:02:47

Maraþon. Ekki ákveðið. Nánar auglýst síðar. 

Núverandi Íslandsmet:

Martha Ernstsdóttir (ÍR) 2:35:15

Hlynur Andrésson (ÍR)  2:13:37

Upplýsingar um bestu tíma í aldursflokkum er að finna á topplista afrekaskrár FRÍ. 

Athygli er vakin á að einungis íslenskir ríkisborgarar sem eru skráðir í aðildarfélag innan FRÍ geta orðið íslandsmeistarar og/eða íslandsmeistarar í aldursflokki. Þátttakendur sem stefna á sigur eru hvattir til þess að huga að því að vera skráðir í aðildarfélag og að klæðast aðildabúning á keppnisdag. Ef íslandsmet er sett þá er gerð krafa um lyfjapróf.

Sjáumst á rásmarki og munið að einungis hlaup vottuð af FRÍ geta verið skráð til afreka.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit