Meistaramót 10.000m á braut

Meistaramót Íslands í 10.000 metra hlaupi á braut verður haldið á Þórsvelli á Akureyri laugardaginn 17. ágúst. Karlarnir verða ræstir af stað klukkan 17:15 og konurnar 17:55.

Íslandsmeistari í fyrra var Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR, á tímanum 33:22,69 mínútum. Í ár er einnig keppt í kvennaflokki í fyrsta skipti. Áður fyrr kepptu konurnar einungis í 5.000 metra hlaupi.

Íslandsmetið í greininni eiga Hlynur Andrésson og Martha Ernsdóttir. Hlynur setti Íslandsmet sitt í Bandaríkjunum árið 2018 og er það 29:20,92 mínútur. Íslandsmet Mörthu er 32:47,40 mínútur, er frá árinu 1994 og var sett í Dublin.