Matthildur Ylfa í úrslitum í London

Í úrslitum stökk Matthildur sitt fjórða stökk sem var 3,83 metrar en hennar fimmta stökk reyndist það lengsta er hún stökk 4,08 metra. Sjötta og síðasta stökkið var 4,03 metrar svo Matthildur gerði fimm stökk gild af sex mögulegum. Fimmta stökkið sem var 4,08 metrar er það næstlengsta sem Matthildur hefur náð í alþjóðakeppni en fyrr á þessu ári stökk hún 4,10 metra í Túnis.
Næsta grein hjá Matthildi er 100m hlaup á sunnudagsmorgun.
 
Helgi Sveinsson Ármanni komst ekki í úrslit í langstökki F42/44 á Ólympíumóti fatlaðra. Helgi var fjarri sínu besta og hafnaði í tíunda og síðasta sæti. Lengsta stökk Helga í kvöld var 4,25 metrar en Íslandsmetið hans er 5,32 metrar. Allur undirbúnngur Helga fyrir langstökkið gekk vel og hann var að stökkva langt yfir sitt persónulega met í upphitun. Síðan þegar kom í keppnina má segja að reinsluleysið hafi sagt til sín. Ónákvæmni í byrjun atrennunnar gerði það að verkum að hún passaði ekki. Í öðru stökkinu voru aftur vandræði við að ná inn á planka. Þriðja tilraunin misheppnaðist svo líka þegar „hnéð“ á gervifætinum sveik í byrjuninni og Helgi þurfti að hafa hraðan á til að fall ekki á tíma. Fóturinn vildi ekki hlíða í atrennunni svo úr varð ekkert stökk. Helgi keppir næst eftir viku í 100m og spjótkasti sem er hans aðal grein.

Markus Rehm frá Þýskalandi vann langstökkið á nýju heimsmeti  7,35 metrar en hann keppir í flokki 44. Landi hans, Wojtek Czyz í F42, varð í 2. sæti með 6,33 metra stökki og Daninn Daniel Jörgensen F42 var í skýjunum eftir að hafa náð 3. sæti með 6,11 metra stökki.

FRÍ Author