Marion Jones stefnir á atvinnumensku í körfubolta

Að sögn blaðsins New York Times  hefur Jones æft með liðinu San Antonio Silver Stars að undanförnu og ætlar að reyna að komast að hjá evrópsku liði í vetur. Eftir það vonast hún að verða nægilega góð til að leika í WNBA deildinni. 

Jones hefur ekki spilað körfubolta frá árinu 1995 en þá var hún leikmaður með liði háskólans í Norður Karólínu, sem vann þá 33 leiki af 35 í bandarísku háskóladeildinni og setti met.  

Jones viðurkenndi að hafa tekið steralyf fyrir ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Þar vann hún fimm gullverðlaun en hefur nú verið svipt þeim.

 

Frétt af mbl.is

FRÍ Author