María Rún efst á danska meistaramótinu í sjöþraut

Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. María Rún varð efst keppenda með 5285 stig en sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig.

María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindarhlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra.