Maraþonboðhlaup FRÍ 2012

 Markmiðið með Maraþonboðhlaupi er fyrst og fremst að auka stuðning við íslenska frjálsíþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í London næstkomandi sumar.  Einnig er markmiðið að vekja aukna athygli á íþróttinni og benda á að götuhlaupin eru hluti af frjálsum íþróttum.

Hver boðhlaupssveit mun fá boðhlaupskefli til að hlaupa með.  Á hvert boðhlaupskefli munu fyrirtæki geta keypt sér auglýsingu og síðan veðjað á sitt kefli ákveðinni upphæð af eigin ósk sem greidd verður aukalega ef liðið sem hleypur með keflið sigrar.  Þannig getur eitt fyrirtæki kostað og keypt t.d 10 kefli og ef liðið sem hleypur með keflið sigrar borgar auglýsandinn aukalega einhverja x upphæð sem það gefur upp fyrirfram.

 Sambandsaðilar þurfa að senda staðfestingu á Frjálsíþróttasamband Íslands thoreyedda@fri.is fyrir 1. maí ætli þeir að taka að sér að framkvæma hlaupið.  Opnað verður fyrir skráningar í hlaupið 14.maí 2012.

Nánari upplýsingar veitir Þórey Edda, thoreyedda@fri.is og í síma 5144042/6631863

Á myndinni sem fylgir fréttinni er Ólympíuhópur FRÍ: Kári Steinn Karlsson, Einar Daði Lárusson, Ásdís Hjálmsdóttir, Bergur Ingi Pétursson, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Óðinn Björnn Þorsteinsson og Kristinn Torfason.  Á myndina vantar Þorstein Ingvarsson

FRÍ Author