Mannvirkjanefnd FRÍ skoðar leikvanginn í Laugardal

Nú er hafin vinna mannvirkjanefndar FRÍ við skoðun frjálsíþróttavalla hér á landi. Skoðunin fer fram í samræmi við íslenskar- og alþjóðareglur. Til undirbúnings mætti nefndin á þjóðarleikvanginn í Laugardal og tók almenna forskoðun, en fljótlega fer fram heildarúttekt nefndarinnar á vellinum. Á myndinni eru fulltrúar mannvirkjanefndarinnar ásamt formanni og framkvæmda- og afreksstjóra FRÍ. Verkfræðingarnir Vilhjálmur Árni Ásgeirsson, Sigurður Haraldsson og Auður Ólafsdóttir. Freyr Ólafsson formaður FRÍ og Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri FRÍ.