Mælingamannanámskeið á vegum AIMS

Síðastliðna helgi var mælingamannanámskeið á vegum AIMS (Association of International Marathons and Distance Races) haldið í Laugardalnum. Kennari námskeiðsins var Hugh Jones, en hann starfar hjá AIMS. Námskeiðið var tvíþætt, bóklegt með kennslu í hvernig á að framkvæma mælingar og verklegt (götumælingar). Einungis þrír mælingamenn starfa á Íslandi í dag og er löngu kominn tími á að endurnýja þann hóp og stækka.

13 þátttakendur voru á námskeiðinu, þar af 11 Íslendingar og 2 Rússar. Voru þeir allir sammála um að námskeiðið hafi gengið mjög vel og staðið undir væntingum.

Hér má sjá mynd af hópnum.