Lokadagur hjá krökkunum á HM

Hún hlaut 4653 stig í keppninni og endaði í 22 sæti af 34 keppendum þrátt fyrir að fá einungis 91 stig í landstökki.  Í samtali við Þráinn þjálfara hennar þá sagði hann að ef hún hefði náð að stilla atrennu sína og stokkið í kringum 5.70m þá hefði hún getað verið í 4-6 sæti.  Þess má einnig geta að hún var með betri tíma í 800m hlaupinu en allar þær sem voru fyrir ofan hana þ.e. 1-21 sæti.
 
Þráinn var mjög ánægður með hópinn sem keppti fyrir Íslands hönd og segir að þau séu öll mjög efnileg og eigi framtíðina fyrir sér. 

FRÍ Author