Lið Íslands í 2.-3. sæti á Smáþjóðameistaramótinu á Möltu

Sigurvegarar dagsins eru:
 • Boðhlaupssveit Íslands í 1000m boðhaup kvenna en hún sigraði á stórgóðum tíma 2:08,44, sem er vel undir Íslandsmetstíma í greininni (2:09,58), en vegna tæknilegrar útfærslu hlaupsins hjá mótshöldurum á Möltu fæst tíminn því miður ekki staðfestur sem Íslandsmet. Sigursveitina skipuðu Þórdís Eva Steinsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Aníta Hinriksdóttir (100-300-200-400).
 • Aníta Hinriksdóttir í 800 m hlaupi á tímanum 2:01,71 sem jafnframt var stigahæsta afrek mótsins í kvennaflokki. 
 • Ari Bragi Kárason í 100 m hlaupi á tímanum 10,66s í (-1.7s vindur) og í 200m hlaupi á tímanum 21,56s (-2,4 vindur). Þessum árangri náði trompetleikarinn snarpi þrátt fyrir að vera með vindinn í fangið og sýnir að jafnvel mettími Jóns Arnars Magnússonar í 100m hlaupi (10,56s) getur verið í hættu. 
 • Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 400m hlaup á 54,02s. Bæting um 0,52s og 4. besti árangur íslenskrar konu frá upphafi.
 • Guðni Valur Guðnason í kringlukasti með 60,05m
 • Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í 200m hlaupi á 24,56s (-2,0 vindur)
 • Hafdís Sigurðardóttir í langstökk með 6,32m stökki (-2,2 vindur)
Silfurverðlaun unnu:
 • Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir í 100 m hlaupi á 12,15s (-3,2)
 • Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 100m grindahlaup á tímanum 14,35s
Bronsverðlaun unnu:
 • Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi, 18,38m
 • Þórdís Eva Steinsdóttir í 400m hlaupi á 55,32s
 • Kristinn Torfason í langstökki með 7,05m (-2,5)
Önnur úrslit dagsins:
 • Boðhlaupssveit karla náði 4. sætinu í 1000m boðhlaupi (Ívar Kristinn Jasonarson, Ari Bragi Kárason, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson (100-300-200-400))
 • Kolbeinn Höður Gunnarsson varð fjórði í 100 m hlaupi á 10,90s (-1,7 vindur) sem og í 400 m hlaupi á tímanum 48,31s
 • Hlynur Andrésson varð 4. í 3000m hlaupi á 8:28,25
 • Vigdís Jónsdóttir varð 4. í sleggjukasti með 54,87m
 • Stefán Velemir varð 4. í kúluvarpi með 17,17m kasti
 • Trausti Stefánsson varð 8. í 200 m hlaupi á 22,51s
 • Ívar Kristinn Jasonarson varð 9. í 400 m hlaupi á 49,09s
 • Kristinn Þór Kristinsson 14. í 800m hlaupi á 1:53,50
Heildar úrslit dagsins má sjá á vefnum hér: https://athleticsmalta.com/timetable/

FRÍ Author