Lið ÍR í 4. og 6. sæti í liðakeppni Evrópu

Árangur Anítu Hinriksdóttur bar af en hún sigraði tvöfalt, bæði í 800 m (2:03,68 mín.) og 1500 m (4:15,14 mín.) hlaupum, auk þess að vera í sigursveit 4×400 m boðhlaupsins.
 
Kristín Birna Ólafsdóttir stóð sig vel, en hún varð önnur í 400 m grindarhlaupi, auk þess að keppa í 100 m grind og vera í sigursveitnni í 4×400 m boðhlaupi. Guðmundur Sverrisson varð annar í spjótkasti með 76,69 m.
 
Hilmar Örn náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti með 7,26 kg sleggjunni í dag, 66,33 m, en hann á best 67,34 m frá því fyrr í vor. Mark Johnson varð í 3. sæti í stangarstökki með 4,80 m og Einar Daði einnig í þriðja sæti í hástökki með 2,00 m.
 
Úrslit mótsins er hægt að sjá hér

FRÍ Author