Leiðrétting vegna fréttar um sveinamet í kúluvarpi

Nú er komið í ljós að það er ekki rétt, því Vigús Dan Sigurðsson ÍR varpaði 4 kg kúlu 17,98 metra á MÍ 15-22 ára árið 1999 og stendur það því ennþá sem met í þessum aldursflokki. Árangur Vigfúsar hafði ekki verið skráður inn á afrekaskrá FRÍ á sínum tíma og eru hlutaðeigandi beðir velvirðingar á þessum mistökum.
 
Svavar vantar því ennþá tæplega hálfan metra til að bæta met Vigúsar, en hann varpaði 17,54 metra á Ólafsfirði 15. nóvember sl., en hann hefur ennþá rúmar þrjár vikur til að reyna að slá metið áður en hann flyst upp um aldursflokk um næstu áramót.

FRÍ Author