Landsliðsval fyrir Ólympíuhátið Evrópuæskunnar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Azerbaidjan 22. – 27. júlí og er fyrir aldursflokkinn 16-17 ára. Unglinganefnd og afreksstjóri hafa valið eftirfarandi íþróttamenn á mótið.

  • Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik – Langstökk
  • Dagur Fannar Einarsson, Selfoss – Langstökk
  • Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR – Sleggjukast
  • Eva María Baldursdóttir, Selfoss – Hástökk
  • Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann – Hástökk
  • Ólíver Máni Samúelsson, Ármann – 100 metrar

Ekki eru gefin út lágmörk fyrir mótið heldur eru aðeins okkar sterkustu keppendur valdir þar sem miðað er við árangur sem dugar í að minnsta kosti tíunda sæti miðað við úrslit tveggja síðustu leika.