Landsliðsval fyrir NM U23 í fjölþrautum

Norðurlandameistaramót unglinga í fjölþrautum fer fram í Uppsala, Svíþjóð helgina 8. – 9. júní. Keppt verður í flokki 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára.

Frjálsíþróttasamband Íslands og unglinganefnd FRÍ hafa valið eftirfarandi íþróttamenn til þátttöku á mótinu.

Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik – Sjöþraut 20-22 ára
Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA – Sjöþraut 16-17 ára
Ari Sigþór Eiríksson, Breiðablik – Tugþraut 20-22 ára
Gunnar Eyjólfsson, UFA – Tugþraut 20-22 ára
Sindri Magnússon, Breiðablik – Tugþraut 20-22 ára
Dagur Fannar Einarsson, Selfoss – Tugþraut 16-17 ára
Jón Þorri Hermannsson, KFA – Tugþraut 16-17 ára

Þjálfarar og fararstjórar verða Eiríkur Mörk Valsson og Þráinn Hafsteinsson.

Í fyrra varð Irma Gunnarsdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í flokki 20-22 ára. Hún fékk 5403 stig og sigraði með yfirburðum.

Á mótinu verða einnig gestaþátttakendur sem munu keppa í landskeppni milli Eistlands, Svíþjóðar og Finnlands.

Hér er heimasíða mótsins þar sem finna má frekari upplýsingar.