Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Uppsala í Svíþjóð, sunnudaginn 13. febrúar. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.
Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu fyrir Íslands hönd:
Konur:
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir / Lóðkast
- Eva María Baldursdóttir / Hástökk
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir / 200 m
Karlar:
- Guðni Valur Guðnason / Kúluvarp
- Hilmar Örn Jónsson / Lóðkast
- Hlynur Andrésson / 3000 m
- Kristján Viggó Sigfinnsson / Hástökk
Þjálfarar eru Óðinn Björn Þorsteinsson og Gunnar Guðmundsson.