Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Bærum í Noregi, sunnudaginn 11. febrúar. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.
Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hefur valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu fyrir Íslands hönd:
Konur
- Aníta Hinriksdóttir (FH) / 1500m
- Birta María Haraldsdóttir (FH) / Hástökk
- Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) / 400m
- Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) / 1500m
- Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) / kúluvarp
- Irma Gunnarsdóttir (FH) / langstökk
Karlar
- Baldvin Þór Magnússon (UFA) / 3000m
- Bjarki Rúnar Kristinsson (Breiðablik) / Þrístökk
Þjálfarar: Guðmundur Pétur Guðmundsson, Sigurður Pétur Sigmundsson og Hermann Þór Haraldsson.
Sjúkraþjálfari: Alexander Pétur Kristjánsson
Team leader: Íris Berg Bryde
Heimasíðu mótsins má finna hér.