Landsliðsval fyrir NM í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram sunnudaginn 10. nóvember í Finnlandi. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þrjá einstaklinga til þátttöku á mótinu.

  • Hlynur Andrésson
  • Guðlaug Edda Hannesdóttir
  • Hlynur Ólason
  • Burkni Helgason – fararstjóri

Hlynur Andrésson

Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt frá því að hafa hlaupið hraðasta 1500 metra hlaupið með rafrænni tímatöku upp í það að eiga Íslandsmetið í 10 km hlaupi. Hann hefur mikla alþjóðlega keppnisreynslu og var meðal annars einn tveggja íslenskra keppenda á EM innahúss fyrr á þessu ári. Hann keppir á sunnudaginn í karlaflokki þar sem hlaupið er 9 km.

Hlynur Andrésson

Guðlaug Edda Hannesdóttir

Guðlaug Edda Hannesdóttir er þríþrautarkona en mun nú um helgina keppa fyrir hönd Frjálsíþróttasambands Íslands í víðavangshlaupi. Guðlaug náði nýverið sínum besta árangri í ólympískri þríþraut í heimsbikarkeppninni sem fram fór í Japan. Hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Á sunnudaginn keppir hún í kvennaflokki þar sem hlaupið er 7,5 km.

Guðlaug Edda Hannesdóttir

Hlynur Ólason

Hlynur Ólason er 18 ára gamall og keppir í flokki ungkarla þar sem hlaupið er 6 km. Í byrjun árs sló hann fimmtán ára gamalt piltamet Kára Steins Karlsonar í 3000 metra hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Nýlega vann hann svo 10 km hlaup Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hann er því einn af þeim fjölmörgu efnilegu frjálsíþróttaungmennum sem við Íslendingar eigum.

Hlynur Ólason