Landsliðsval á Smáþjóðleikana

Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á Smáþjóðleikunum sem fara fram í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní.

Karlar
Arnar Pétursson, ÍR – 3000m hindrun, 5000m, 10000m
Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR – Spjótkast
Guðni Valur Guðnason, ÍR – Kringlukast, kúluvarp
Hlynur Andrésson, ÍR – 3000m hindrun, 5000m
Ísak Óli Traustason, UMSS – 110gr, langstökk, boðhlaup
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR – 400m grind, 200m, boðhlaup
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS – 100m, 200m, boðhlaup
Kormákur Ari Hafliðason, FH – 400m, boðhlaup
Kristinn Torfason, FH – Langstökk, þrístökk

Konur
Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR – 5000m, 10000m
Aníta Hinriksdóttir, ÍR – 800m, 1500m
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann – Spjótkast, kúluvarp, kringlukast
Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik – Langstökk, hástökk, boðhlaup
Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR – 5000m, 10000m
Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfoss – 400m grind
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR – 100m, 200m, boðhlaup
Hafdís Sigurðardóttir, UFA – Langstökk, þrístökk, boðhlaup
Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik – Þrístökk
Kristín Karlsdóttir, FH – Kringlukast
María Rún Gunnlaugsdóttir, FH – Hástökk, 100m grind
Tiana Ósk Whitworth, ÍR – 100m, 200m, boðhlaup
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH – 400m, boðhlaup

Fararstjórar og þjálfarar í ferðinni eru Íris Berg Bryde, Brynjar Gunnarsson, Guðmundur Hólmar Jónsson, Martha Ernsdóttir, Sigurður Arnar Björnsson. Sjúkraþjálfari í ferðinni verður Halldór Fannar Júlíusson.

Mótið hefur verið haldnir á oddatöluári frá árinu 1985. Þáttökurétt á mótinu eiga þjóðir með íbúatölu undir einni miljón. Keppendur á mótinu eru tæplega 1000 og koma frá níu löndum. Flestir þáttakendur verða í fjálsíþróttum, eða 222, en alls er keppt í átta íþróttagreinum. Heimasíðu mótsins má finna hér