Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum fer fram í Boras í Svíþjóð um helgina, 10.-11. júní. Fjórir Íslendingar eru á meðal keppenda og hefur íþrótta- og afreksnefnd hafa valið eftirtalda íþróttamenn til keppni á mótinu.
Nafn | Félag | Grein |
---|---|---|
Ísak Óli Traustason | UMSS | Tugþraut Karla |
Þorleifur Einar Leifsson | Breiðablik | Tugþraut pilta U20 |
Ísold Sævarsdóttir | FH | Sjöþraut U18 |
Hekla Magnúsdóttir | Ármann | Sjöþraut U18 |
Þjálfarar eru Sigurður Arnar Björnsson og Bogi Eggertsson.
Fararstjóri er Íris Berg Bryde.
Heimasíðu mótsins má finna hér.